Stemningin í þorpinu
Það sem einkennir Þorlákshöfn er unglegur bæjarbragur þar sem samheldni og samhugur ríkir. Stærðin skapar samkennd í samfélaginu og við þekkjum öll orðatiltækið: Það þarf heilt þorp til að ala upp barn. Það er Þorlákshöfn.
Náttúran í kring og útivistarmöguleikar auka á lífsgæðin og margir sem flytja til Þorlákshafnar nefna að þeir fái fleiri klukkustundir í sólarhringinn.
Aukinn tími til að sinna tómstundum og hugðarefnum, samhliða fjölskyldulífi og atvinnu.