Þorlákskirkja

ÞorlákskirkjaÞorlákskirkja

Þorlákskirkja var vígð af biskupi Íslands herra Pétri Sigurgeirssyni þann 28. júlí 1985. Þá voru liðin 10 ár síðan Árnessýsla gaf 18000 fermetra af landi undir kirkjugarð en um sama leyti (4.sept. 1975) var ákveðið að byggja kirkju hér á staðnum og byggingarnefnd kosin.  Grunnur kirkjunnar var helgaður og fyrsta skóflustungan tekin 28. apríl 1979.

Þorlákskirkja (hin forna) í Þorlákshöfn var rifin um 1770 og hafði þá staðið í að minnsta kosti í 250 ár og ef til vill í 450 ár ef marka má afrit Vilcninsmáldaga.

Stærð kirkjunnar er 302.5 m2, söngloft 111.6m2, "líkhús" undir kór 57 m2, rúmmál kirkjunnar er 2119 m3. Kirkjan er steinsteypt með timburþaki klæddu lakkbrenndu þakstáli.  Í kirkjuskipi eru sæti fyrir 200 manns, auk þess upphaflega um 80 sæti á sönglofti.  Það rými minnkaði umtalsvert 1996 þegar nýtt pípuorgel smíðað af Björgvini Tómassyni var tekið í notkun. Aftan við kirkjuskip er fundarherbergi 25 m2 að stærð með rennihurð að kirkjuskipi.  Anddyri kirkjunnar er 46 m2.

Hægramegin við það er skrúðhús sem jafnframt er eldhús 12 m2. Vinstra megin við anddyri er hreinlætisaðstaða 23 m2 að stærð. Vinstra megin úr anddyri er stigi á söngloft. Hann er úr tréi og járni. Söngloftið er steynsteypt með korki á gólfi. Öll önnur gólf eru klædd með íslensku grágrýti. Veggir kirkjunnar að innan eru hvítmálaðir. Á hvorri hlið kirkjunnar eru 11 gluggar. Handriði á stiga, frammi á sönglofti og grátur eru úr prófíljárni teiknað af arkitekt hússins. Að utan er kirkjan hraunuð og grámáluð. Í kirkjuskipi er óbein lýsing í kverkum og 34 ljósakúlur í lofti.

Kirkjan er upphituð með vatni frá hitaveitu. Altaristafla Þorlákskirkju heitir "Herra bjarg þú mér" og er múrrista eftir Gunnstein Gíslason gerð í hugblæ af Matt. 14:28.  Altari og predikunarstóll er úr íslensku grágrýti. Teiknað af Jörundi Pálssyni arkitekt unnið í Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar, Kópavogi. Skírnarfontur er úr íslensku grágrýti og gabbró. Teiknað og unnið af sömu. Kertastjaki á gólfi, sænsk alþýðulist, unnið úr smíðajárni. Lítið orgel er stofuorgel Ingimundar Guðjónssonar. Pípuorgel er átján radda smíðað af Björgvini Tómassyni.

Arkitekt kirkjunnar er Jörundur Pálsson. Jörundur teiknaði líka altari, prédikunarstól sem eru úr íslensku grágrýti og skírnarfont sem er úr íslensku gabbrói. Altaristaflan er múrrista eftir Gunnstein Gíslason. Hún heitir "Herra bjarga þú mér" og byggir á 30. versi í 14. kafla Matteusarguðspjalls. Teikningar á útihurð eru eftir Jörund Pálsson. Útskurður er unnin af Erlendi Magnússyni í Hveragerði. Tákn kirkjunnar minna á hafið.


Fiskar (ICHTHIS) eru í glugga yfir innri dyrum, á reku til moldunar inni, á kaleik og hökkli sem er eini handprjónaði hökullinn á landinu, prjónaður úr kambgarni af Gunnari Markússyni skólastjóra og kirkjumanni.
Altaristaflan er gjöf Kvenfélags Þorlákshafnar.
Útihurðin er gjöf Útgerðarfélags Herjólfs.
Altari, prédikunarstóll og allar innihurðir, nema rennihurðir, eru meðal gjafa Kirkjubyggingasjóðs Hlyns Sverrissonar.
Ankerið er legufæri af m.b. Friðriki Sigurðssyni meðan bátar hér lágu enn við ból.
Sigþór Skæringsson hlóð kirkjugarðinn
Bjarni Þórðarson hlóð utan á kirkjuna og garða milli hennar og kirkjugarðs.
Umhverfi kirkjunnar er hannað af Hlín Sverrisdóttur landslagsarkitekt
Listaverk í gangi kirkjunnar er eftir Ágústu Gunnarsdóttur. Listaverkið heitir Þorlákur.

Byggingameistari kirkjunnar var Sverrir Sigurjónsson.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?