Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 51

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
17.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 10 lögð fram.

Verkstaða:
Verktaki er að slá upp kantbita í færu 2 og setja upp stagbita við plötu 50. Þilplötur komnar að plötu 45 og búið að reka niður plötur 85, stagbiti er kominn að plötu 50. Önnur færa af kantbita er verða klár. Næstu 2 vikur:Stefnt verður að reka niður 20 plötur. Koma að plötu 25. Steypa eina færu og slá upp færu 3. Bætt hefur verið við mannskap í kantbita. Óskað er eftir að verktaki skili inn nýrri verkáætlun.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.

Nefndin óskar eftir að útboðsgögn liggi fyrir næsta fund í maí.
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 53 lögð fram.

Verkstaða:
Unnið er við bryggjurif og er skessan að vinna í að taka upp efni. Tvær gröfur og trukkur eru við bryggjurif. Stefnt að sprengja í kvöld. Unnið er við Austurgarð og eru 2 gröfur þar auk 2 trukka. Unnið er við grjótröðun garðs. Verktaki tók upp úr þillínunni en í línunni voru grjót. Stefnt er að koma skessuna yfir á Austurgarð og taka upp bláendann.Búið er að mala um 14 þús. rúmmetrar en mala skal 20 þús. rúmmetrar.
Næsti 2 vikur:Unnið verður við Austurgarð og rífa Suðurvararbryggju. Stefnt er að klára Austurgarð innan 2ja mánaða. Ekki er gert ráð fyrir að vinna í mölun. Gert er ráð fyrir að skessan vinni við Austurgarð

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2404076 - Beiðni um viðauka- loftræsting Sundlaug
Forstöðumaður íþróttamannvirkja óskar eftir viðauka vegna endurnýjunar á loftræstisamstæðu fyrir innisundlaug samkv. minnisblaði. Kostnaður hljóðar uppá 7,5 milljónir.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð með beiðni um viðauka.
4. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina fundagerð nr 1 í vinnuhóp deiliskipulags.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar
5. 2204028 - Íþróttamiðstöð- endurnýjun rennibrautar
Nefndin tekur fyrir útboðslýsingu fyrir verðkönnun til endurskoðunar
Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin felur starfsmanni að uppfæra gögn og leggja aftur fyrir á næsta fundi.
6. 2401018 - Byggingarstjórn- og eftirlit með leikskóla
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina verðkönnunargögn. Niðurstöður verðkönnunar ættu að liggja fyrir lok dags 23 apríl.
Afgreiðsla: Staðfest, niðurstöður verðkönnunar verða lögð fyrir á næsta fundi.
7. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
1. Grunnskóli, framtíðar uppbyggingaráætlun. Fyrsti fundur með arkitekt og skóla- og aðstoðarskólastjóra hefur verið haldin. Gert er ráð fyrir að fara í vetfangsferð og skoða 2-4 skóla í apríl-maí. Hönnuður er að vinna þarfagreiningu.
2. Breytingar Hafnarbergi 1. Vinna er hafin við nýja stoðveggi og breytingar á lögnum raf- og loftræstingu
3. Gatnalýsing Laxabraut. Útboðsgögn eru klár ásamt kostnaðaráætlun. Geri ráð fyrir að bjóða verkið út í lok mánaðar
4. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða:
Hafnarvegur: Búið að leggja kaldavatnslögn, sanda og fylla yfir. Búið að sjóða saman dælulögn að hluta.
Búið að gera veituskurð og sanda undir hitaveitu, hitaveiturör komin að þenslu. Hafnarbakki: Búið að leggja skólplögn frá brunni SBr2 og að brunni SBr1 við tengistað hjá dælustöð. Búið að fylla í skurð og götu langleiðina. Vantar ákvörðun um tengingu við núverandi lögn/dælubrunn.
Norðurbakki: Búið að leggja hitaveitulagnir að tengistað við Óseyrarbraut og sjóða saman að mestu leyti, eftir kaflinn fram hjá dælubrunni að lóð gluggaverksmiðju efst við götu.
Næstu tvær vikur: Hafnarvegur: Vinna við hitaveitulagnir og dælulögn. Hafnarbakki: Vinna við fráveitulögn og fyllingar.
Norðurbakki: Vinna við hitaveitulagnir og tengja víð núverandi lögn. Leggja lagnir í gegnum Óseyrarbraut. Leggja dælulögn og setja niður dælubrunn verði hann kominn.

5. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verið er að vinna að hönnun.

6. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.

Verkstaða:
Bárugata: Verið að undirbúa að leggja hitaveitulagnir á suðurhluta og norðurhluta.
Verið að fleyga fráveituskurð á miðkafla götunnar á milli Gyðugötu og Fríðugötu.
Elsugata: Verið að leggja hitaveitulagnir.
Fríðugata: Búið að leggja fráveitulagnir og vatnslagnir. Verið að fylla í skurði.
Gyðugata: Búið að fleyga fráveituskurði og verið að hreins úr þeim og gera klára fyrir skólplagnir

7. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og Unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna.

8. Fjölnota Íþróttahús

Fundargerð starfshóps um fjölnota íþróttahúss í Þorlákshöfn frá 21. febrúar.
Í fundargerðinni kemur fram að horft er til tveggja gerða af húsi. Annarsvegar dúkahús borið uppi með stálgrind og hinsvegar loftborið hús. Húsið er hugsað að stærstum hluta fyrir knattspyrnu en með plássi í kring um völlinn sem gæti nýst t.d. í hreyfingu fyrir eldri borgara.
Einnig er horft til þess að í öðrum endanum yrði aðstaða fyrir golfíþróttina, púttvöllur,golfherma og fl.
Í fundargerðinni kemur fram að starfshópurinn leggi til að staðsetning hússins verði vestan megin við núverandi aðalvöll en húsið myndi á þessum stað falla inn í reit aðalskipulags ÍÞ2 sem ætlað er undir íþróttasvæði.
Einnig eru hugmyndir uppi um að gera mön sem myndi mynda skjól fyrir vindum og jafnframt hægt að nota sem sleðabrekku og skíðabrekku.

Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar mjög að þetta verkefni sé komið á skrið og varðandi staðsetningu telur nefndin það grundvallaratriði að húsið sé staðsett á íþróttasvæðinu. Það er hagkvæmast að það sé hægt að þjónusta húsið frá núverandi íþróttamiðstöð, einnig er möguleiki á að hægt sé að nota húsið fyrir grunnskólann til íþróttakennslu og ýmissa annarra viðburða.
Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála starfshópnum um að staðsetning vestan núverandi aðalvalla sé besta staðsetningin. Ýmsir aðrir staðir hafa verið nefndir í gengum tíðina eins og núverandi gervigrasvöllur en þá væri mjög þrengt að lóð skólans til frekari stækkunar hans. Einnig hefur æfingarsvæðið (gömlu vellir) verið nefnt sem möguleiki en þá erum við komnir það langt frá bæði skóla
og íþróttamiðstöð að það yrði ekki hagkvæmt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?