Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 70

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
03.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri,
Kristina Celesova embættismaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Björn Kjartansson sat fundinn í fjarveru Hjartar Ragnarssonar. Formaður spurði nefndarmenn hvort gerðar væru athugasemdir við fundarboð en engar athugasemdir voru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403063 - Vesturbyggð 2. áfangi óveruleg breyting á DSK
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Vesturbyggðar - áfanga 2. Breytingin felur í sér einni einbýlishúsalóð er bætt við skipulagið á horni Bárugötu.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2403066 - Háagljúfur óveruleg br. DSK - stækkun lóða og byggingareita
Lögð er fram óveruleg breyting á skipulaginu Háagljúfur í Ölfusi. Breytingin felur í sér stækkun lóða svo þær nái út að aðliggjandi lóðamörkum. Byggingarreitir stækka einnig samhliða og heimilt verður að byggja á tveimur hæðum í stað einnar á einum byggingarreitnum.
Afgreiðsla: Nefndin kallar eftir því að kvöð um aðkomu sé sýnd á uppdrætti og felur skipulagsfulltrúa að fá skipulagshöfund til að gera slíka lagfæringu. Þegar sú lagfæring hefur verið gerð beinir nefndin því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Gljúfurárholt 25 (L227646), Gljúfurárholt (L199501), Friðarminni(L189212), Gljúfurárholt Land-6 (L199500).
3. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar
-Endurkoma eftir seinni lokayfirferð hjá SLS
Á fundi nefndarinnar þann 21. febrúar voru samþykktar lagfæringar á skipulaginu eftir að SLS gerði athugasemdir við það. Málið fór aftur í lokaathugun hjá SLS en stofnunin telur þær lagfæringar sem gerðar voru ekki fullnægjandi og gerir aftur athugasemdir við að skipulagið sé birt í B-deild stjórnartíðinda.

Tillaga að afgreiðslu: Nefndin lýsir sig ósammála niðurstöðu skipulagsstofnunnar. Nefndin lítur svo á að breytingar sem gerðar voru á skipulagi í kjölfar síðustu athugasemda skipulagsstofnunnar leiði af sér að eftir gildistöku skipulagsins hafi mörk skipulags athafnasvæðis verið færð aftur. Skipulagi Móa miðsvæðis skarist því ekki lengur við mörk skipulags athafnasvæðis.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að birta skipulagið í B-deild með athugasemdum skipulagsstofnunnar. Nefndin kallar þó eftir því að skipulagsfulltrúi setji vinnu í gang við að láta breyta deiliskipulagi athafnasvæðis sérstaklega, þannig að tekin sé af allur vafi um að skipulögin skarist.
4. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
- Aðalskipulagsbreyting
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir iðnaðar og hafnarsvæði austan byggðar í Þorlákshöfn. Hámark byggingarmagns á reit I3 er aukið úr 540.000 m2 í 1.040.000 m2. Þá er nýju hafnarsvæði bætt við sem nefnist H4.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Veittur skal athugasemdafrestur fram til 1. júní 2024, en þann dag verður íbúakosning haldin um skipulagið. Með þessu er tryggt að upplýsingar varðandi fyrirhugaða framkvæmd séu aðgengilegar öllum fram að kosningu.

Nefndin samþykkir skipulagið með þeim fyrirvara að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.
5. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
-Deiliskipulag
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi fyrir mölunarverksmiðju og höfn á Laxabraut 43A og 43B. Mölunarverksmiðja samanstendur af fjölbreyttum byggingum með mismunandi hlutverk. Á hafnarsvæðinu er gert ráð fyrir hafnaraðstöðu með krana, mannvirkjum, athafnarsvæðum, færiböndum og öðrum innviðum fyrir rekstur og þjónustu hafnarinnar.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010. Veittur skal athugasemdafrestur fram til 1. júní 2024, en þann dag verður íbúakosning haldin um skipulagið. Með þessu er tryggt að upplýsingar varðandi fyrirhugaða framkvæmd séu aðgengilegar öllum fram að kosningu.

Nefndin samþykkir skipulagið með þeim fyrirvara að jákvæð niðurstaða fáist í íbúakosningunni 1. júní.
6. 2403058 - Kambastaðir br. ASK - Íbúasvæði breytt aftur í landbúnaðarland
Landeigandi óskar eftir heimild til að gera breytingu á aðalskipulagi. Landeigandi ber því við að þegar aðalskipulagi var breytt á sínum tíma hafi þau ekki áttað sig á að sú breyting myndi útiloka að þau gætu haldið áfram með uppbyggingu sem þegar var fyrirhuguð. Landeigandi vill kljúfa landið sem sýnt er á yfirlitsmynd út úr reit ÍB31 í aðalskipulagi svo landið flokkist aftur sem landbúnaðarland.
Afgreiðsla: Landeiganda er veitt heimild til að hefja vinnu við tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Bent er á að lágmarksstærð lóða á landbúnaðarsvæði er 0,5 ha.
7. 2403064 - Beiðni um leigu á grjótnámu
Steypustöðin leggur fram beiðni um að leigja land í grjótnámu í sveitarfélaginu. Colas eru þegar með aðstöðu í námunni en Steypustöðin vill nýta námuna sem söfnunarlager fyrir vikur til útflutnings. Í námunni yrði vikurinn þveginn og harpaður áður en hann yrði fluttur til útskipunar. Fyrirtækið óskar einnig eftir heimild til að bora eftir köldu vatni í námubotninum sem notað yrði til þvottar á vikri.
Afgreiðsla: Ekki er fallist á að opin jarðefnalager verði á þessum stað. Sveitarfélagið hyggst stefna á að lagersvæði og vinnsla fyrir vikur eða sambærileg jarðefni, þar sem auknar líkur eru á jarðvegsfoki, verði innandyra framvegis.
8. 2403065 - Uppsetning skiltis við Suðurstrandarveg
GeoSalmo fara þess á leit að fá að setja upp skilti við Suðurstrandarveg þar sem uppbygging þeirra eru í gangi. Skiltið myndi vera staðsett rétt norðan við lóðir fyrirtækisins en það væri fest við lausar undirstöður og myndi því ekki valda varanlegu raski.
Afgreiðsla: Erindið er samþykkt
9. 2403067 - Thor landeldi - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins um umhverfismatsskýrslu Thor Landeldis. Meðfylgjandi eru tillög að drögum að umsögn.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til skipulagsfulltrúa að senda inn framlagða umsögn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?