Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 50

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.03.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Á fundin undir lið 1, 2 og 4 mætti eftirlitsaðili með framkvæmdum og fór yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 52 lögð fram.
Verkstaða:
Planið er klárt til rekstrar og jarðvegsskiptaskurður er klár. Unnið er við að fylla meira í planið að beiðni Hagtaks. Unnið við að stytta Austurgarð og raða og fylla nýja garðinn. Búið er að stytta garðinn um 25 metra. Grafið er niður í -5,0 til -6,0m við Austurgarð þannig að allt grjót er fjarlægt. Byrjað verður að rífa Suðurvararbryggju eftir helgi. Stefnt er að setja Austurgarð í forgang.
Búið er að mala um 15 þús. rúmmetrar. SÁG athugar hversu mikið á að mala.
Næsti 2 vikur:
Unnið verður við Austurgarð og byrjað að rífa Suðurvararbryggju. Stefnt er að klára Austurgarð innan 2ja mánaða. Unnið verður í mölun.
Garður og bryggja:
Upphækkun garðs meðfram bryggju hefst eftir að vinnu Hagtaks er lokið.
Verktaki skal halda utan um magn sem hann losar í bakfyllingu hjá Hagtak.
Gert er ráð fyrir að sprengja 3 ker í einu og taka upp 2 ytri kerin en skilja alltaf eitt ker eftir óupptekið áður en næstu 3 ker eru sprengd. Ætlunin er líka að skoða að sprengja öll kerin í einu og taka þau svo upp eftirá. Óskað er eftir að verktaki dýpki niður í 9,5m þegar hann fjarlægir brotinn.
Verktaki hefur enn ekki skilað vigtunarskýrslum.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 9 lögð fram.
Verkstaða:
Verktaki er búinn að steypa fyrstu færu af kantbita. Búið er að steypa stormpolla. Unnið við að járnabinda og fylla í. Verktaki er búinn að reka niður 75 þilplötur og kominn að plötu 55. Stagbiti kominn að plötu 57 um 116 m. Djúpþjappa milli staga 24 stk. Búið að steypa í steypa í stagbita að plötu 57. Fylla að plötu 65.
Að sögn verktaka þá hefur hann ekki getað rekið niður þil vegna vinnu Suðurverks við uppmoksturs jarðvegsskiptaskurðar en líka ekki vegna veðurs síðan 17/1.
Of mikill vindur hefur verið 16/1, 18/1, 19/1, 24/1, 25/1, 26/1, 29/1, 30/1, 31/1, 2/2.3/2, 5/2, 10/2, 11/2, 12/2, 13/2, 17/2, 21/2, 23/2, 26/2, 27/2, 5/3, 6/2, 8/3.
Verktaki tók sér frí frá 13-22.2 fyrir utan 3.
Næstu 2 vikur:
Stefnt verður að reka niður 20 plötur og að slá upp eina færu en það verður háð veðri.
Óskað er eftir að verktaki skili inn nýrri verkáætlun.
Verktilhögun:
Gert er ráð fyrir að efni í efri hluta bakfyllinguna verði afhent úr haug sem Suðurverk er að mala en í neðri hlutunum komi það úr bryggju og dýpkun.
Verkkaupi útvegaði 200m3. SÁG athugar hvort unnt sé að útvega allt að 200m3 af muldu efni.
Plata 60 náðist ekki að fullreka, vantaði 60 cm upp á löng plata. Plötur eru stífar í botni. Fullum rekstri hefur náð nema á 3 plötum 100, 98 og 90. Vantar um 0,7 m á plötu 100 en hinar smotterí. Rekstur 5-10 mínútur.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2403016 - Lagfæringar gólf íþróttasal
Forstöðumaður íþróttamannvirkja leggur fyrir nefnd minnisblað um ástand gólfs í íþróttasal og óskar eftir viðauka til að fara frekar í heilslípun, sprunguviðgerðir, endurmerkingu og lökkun. Í fjárhagsáætlun var gert ráð 6 milljónum fyrir möttun á gólfi og endurlökkun. Beiðni um viðauka hljóðar uppá 4,3 milljónir
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti að samið verði við Parketgæði/Horn í horn og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð með beiðni um viðauka.
4. 2403017 - Dýpkun við Svartaskersbryggju
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka fyrir viðhaldsdýpkun við Svartaskersbryggju vegna seinkunnar á Suðurvarabryggju. Ráðast þarf í dýpkun við Suðurvarabryggju þar sem bæði seiða- og vikurskipin þurfa lesta þar í sumar. Kostnaður er uppá 16 milljónir sem hafnarsjóður þarf að greiða. VG endurgreiðir 75% af því.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð.
5. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði
Erindið var tekið fyrir í skipulags- og umhverfisnefnd sem tilnefndi 2 fulltrúa í nefnd sem heldur utan um vinnu deiliskipulags hafnarsvæðis H3.
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að skipa Guðberg Kristjánsson sem fulltrúa Hafnar- og framkvæmdarnefnd í starfshópinn.

Fundarhlé.

Greidd voru atkvæði með bókuninni 3 voru með fulltrúar H og B lista sátu hjá.

Bókun H og B lista
Í afgreiðslu framkvæmda- og hafnarnefndar í þessu máli 21. febrúar 2024 segir: ,,Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar. Nefndin leggur einnig til að skipaður verði þverpólitískur starfshópur um hönnun og frekari útfærslu svæðisins".
Umhverfis- og skipulagsnefnd túlkaði afgreiðsluna sem svo að skipa ætti þrjá fulltrúa í starfshópinn, tvo úr þeirri nefnd og einn úr frkv. og hafnarnefnd. Við hefðum kosið, til að vinna málið í góðri sátt, að einnig hefði verið skipaður fulltrúi minnihluta úr framkvæmda- og hafnarnefndar í þennan starfshóp og hópurinn þá talið 4-5 fulltrúa, en ekki þrjá.

6. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Sviðstjóri fór yfir helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
1. Grunnskóli, framtíðar uppbyggingaráætlun. Fyrsti fundur með arkitekt og skóla- og aðstoðarskólastjóra hefur verið haldin. Gert er ráð fyrir að fara í vetfangsferð og skoða 2-4 skóla í apríl-maí. Hönnuður er að vinna þarfagreiningu.
2. Breytingar Hafnarbergi 1. 1 tilboð barst í gler fyrir fundarherbergi frá Kömbum. Verið er að vinna deiliteikningar fyrir stoðveggi glerkerfis. Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir apríl-maí
3. Skólaeldhús. Auglýst var eftir húsnæði sem gæti hentað fyrir starfsemina. Verið er að vinna úr þeim gögnum. Minnisblað verður lagt fram á næsta fundi bæjarráðs.
4. Gatnalýsing Laxabraut. Verið er að vinna útboðsgögn fyrir framkvæmdina, Rarik bættist við í hluta framkvæmdar.
5. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1.
Verkstaða:
Hafnarvegur: Búið að leggja kaldavatnslögn, sanda og fylla yfir. Búið að sjóða saman dælulögn að hluta. Langt komið með að gera veituskurð og sanda undir hitaveitu, klárast í dag.
Hafnarbakki: Búið að leggja skólplögn frá brunni SBr2 og að brunni SBr1 við tengistað hjá dælustöð. Búið að fylla í skurð og götu langleiðina.
Norðurbakki: Búið að leggja hitaveitulagnir að tengistað við Óseyrarbraut og sjóða saman að mestu leyti.
Næstu tvær vikur:
Hafnarvegur: Vinna við hitaveitulagnir og dælulögn. Hafnarbakki: Vinna við fráveitulögn og fyllingar. Norðurbakki: Vinna við hitaveitulagnir og dælulögn.

6. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verið er að vinna að hönnun.

7. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2.

Verkstaða:
Bárugata: Búið að leggja fráveitulagnir og vatnslagnir frá Elsugötu í norðurhluta og síðustu heimæð á þeim legg. Búið að taka upp úr skurðum í norðurhluta að Fríðugötu og verið að gera klárt fyrir lagnir. Búið að leggja fráveitulagnir og vatnslagnir í suðurhluta götu til austurs og upp beygju og síðustu heimæð norðan við beygju. Verið að vinna í vatnsskurði áfram til norðurs.
Elsugata: Búið að leggja fráveitulagnir og vatnslagnir, fylla í skurði og götu í grófhæð. Búið að gera veituskurð kláran fyrir hitaveitu.
Fríðugata: Langt komið með að gera skurði klára fyrir fráveitulagnir.
Gyðugata: Langt komið að fleyga alla skurði.
Áætlun næstu 2-ja vikna: Bárugata: Halda áfram í fráveitu- og vatnsskurðum. Gera veituskurði og leggja hitaveitu í suðurhluta.
Elsugata: Leggja hitaveitu.
Fríðugata: Leggja fráveitulagnir og vatnslagnir.
Gyðugata: Gera skurði klára fyrir fráveitulagnir og leggja lagnir.

8. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og Unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna.

9. Frágangur opinna svæða. Verið er að vinna yfirlit yfir þau svæði sem lögð verða áherslur á. Gert er ráð fyrir að leggja tillögur fram á aprílfundi.

10. Hjóla- og göngustígar í dreifbýli. Búið er að vinna einhverjar grunnhugmyndir með Magne Kvam sem ný stofnuð dreifbýlisnefnd mun taka fyrir og kynna
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?