Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 418

Haldinn í fjarfundi,
04.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að mál nr. 2403054 ,,Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland" yrði tekið inn með afbrigðum og var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2403057 - Uppbygging og framtíðarsýn golfvallar - erindi frá Golfklúbbi Þorlákhafnar
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Golfklúbbi Þorlákshafnar þar sem óskað er eftir auknum stuðningi við rekstur og uppbyggingu mannvirkja. Er þar sérstaklega óskað eftir stuðningi við að koma upp salernum og stækka pall við veitinga- og klúbbaðstöðuna.

Bæjarráð fagnar vilja til að halda áfram að byggja upp Golfvöll Þorlákshafnar og lýsir sig viljugt til áframhaldandi aðkomu að slíkum framkvæmdum. Í því samhengi er bent á að beinn rekstrarstyrkur til Golfklúbbsins er kr. 9.450.000. á yfirstandandi ári auk þess sem sveitarfélagið greiðir fyrir framkvmædir við golfvöllinn á þessu ári um 6.000.000. Þar við bætist svo að Sveitarfélagið Ölfus kaupir þjónustu af GÞ við slátt á fótboltavöllum og greiðir fyrir það kr. 5.630.000. Styrkir og framkvæmdir auk þjónustugjalda nema því 21.080.000.

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingar um það hve háum styrk GÞ óskar eftir vegna tilgreindra framkvæmda.

Samþykkt samhljóða
2. 2403016 - Lagfæringar gólf íþróttasal
Fyrir fundinum liggur beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna lagfæringar á gólfi í íþróttahúsi að fjárhæð kr. 4.300.000. Málið var tekið fyrir á 50.fundi framkvæmda- og hafnarnefndar og var þar lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um ástand gólfs í íþróttasal og óskum um viðauka til að fara frekar í heilslípun, sprunguviðgerðir, endurmerkingu og lökkun. Í fjárhagsáætlun var gert ráð 6 milljónum fyrir möttun á gólfi og endurlökkun.

Eftirfarandi var bókað á fundi nefndarinnar: Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti að samið verði við Parketgæði/Horn í horn og felur sviðstjóra að vinna málið áfram í bæjarráð með beiðni um viðauka.

Bæjarráð samþykkir málið fyrir sitt leyti og þar með að fela starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna framkvæmdarinnar.
3. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
143.mál - umsögn um frumvarp um málefni aldraðra (réttur til sambúðar).

Lagt fram til kynningar.
4. 2403054 - Stofnframkvæmdir við leikskólann Óskaland í Hveragerði
Fyrir bæjarráði lá minnisblað unnið af lögmanni sveitarfélagsins vegna réttarstöðu tengdri stofnframkvæmdum við leikskólann Óskaland í Hveragerði. Í minnisblaðinu er málið reifað og rök færð fyrir því að sú ákvörðun Hveragerðisbæjar að gera einhliða samninga um að heimila þriðja aðila að reisa viðbyggingu að hluta til á lóð sameignar og tengja hana við aðalbygginguna sé óheimil ráðstöfun sem gangi á rétt Ölfuss.
Þá er bent á að þegar hefur verð undirritaður tvíhliða samningur milli Eikar og Hveragerðisbæjar. Í yfirlýsingunni er m.a. fjallað um möguleg kaup Eikar á núverandi leikskólabyggingu Óskalands í hverri Ölfus á 9 % eignarhlut. Í yfirlýsingunni lýsir Hveragerðisbær yfir vilja sínum til þess að ganga til formlegra viðræðna um kaup Eikar á núverandi leikskólabyggingu með það að markmiði að niðurstaða liggi fyrir í þeim viðræðum eigi síðar en 31. ágúst næstkomandi. Hvergi er í yfirlýsingunni vísað til þess að byggingin sé í sameiginlegri eigu Hveragerðisbæjar og Ölfuss. Þá virðist Hveragerðisbær hvorki gera ráð fyrir aðkomu Ölfuss að þessum viðræðum né hafa upplýst viðsemjanda sinn um eignarhald Ölfuss í fasteigninni. Ljóst er að Hveragerðisbær getur ekki selt þinglýstan eignarhlut Ölfuss í fasteign leikskólans Óskalands.

Þá er ítarlega fjallað um undirritaðan kaupskyldusamning sem felur í sér að aðilar stefna að því að Hveragerðibær selji núverandi leikskólabyggingu fyrir 31. ágúst 2024. Náist það ekki er Hveragerðisbær skuldbundinn til að kaupa viðbyggingu sem byggja á á 600 milljónir króna. Eins og gefur að skilja getur Hveragerðisbær ekki veitt forkaupsrétt að eignarhlut Ölfuss í núverandi leikskólabyggingu, enda hefur eignarheimild Ölfuss nú verið þinglýst, og geta því skilyrði Eikar ekki verið uppfyllt án samþykkis Ölfuss.


Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu hvað varðar vilja til að leysa þetta mál án skaða fyrir íbúa beggja sveitarfélaga og felur lögmanni sínum að fara fram á að Hveragerðisbær gefi út afsöl vegna fasteignanna og þeim verði svo þinglýst enda hefur eiginlegt kaupverð í öllum tilvikum verið greitt.
Bæjarráð hvetur Hveragerðisbæ til að leiðrétta tafarlaust þau mistök sem gerð hafa verið og gefa sameigendum sínum að tilgreindum fasteignum eðlilegt svigrúm til að gæta hagsmuna sinna. Versti farvegur þessa máls er að Ölfus verði þvingað til að fara fram á lögbann á framkvæmdirnar og samningagerð þeim tengdum. Bent er á að ef til slíks kemur þarf að fylgja því eftir með höfðun dómsmáls gagnvart Hveragerðisbæ. Þetta er alvarlegast af þeim úrræðum sem standa til boða og gæti valdið Hveragerðisbæ umtalsverðu fjártjóni gagnvart viðsemjendum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?