Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 19

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
20.03.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sveinn Júlían Sveinsson áheyrnarfulltrúi,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. Gengið var til dagskrár.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastarfið hefur gengið ljómandi vel. Fréttir á heimasíðu skólans bera vott um gestakomur og fjölbreytt viðfangsefni nemenda s.s. rýmingaræfingu í skólanum og skíðaferð unglingastigs í Bláfjöll svo eitthvað sé nefnt.

Skólaþing með nemendum var haldið í lok janúar og var m.a. fjallað um styrkleika skólans, hvað má bæta í skólastarfinu, barnasáttmálann o.fl. Í niðurstöðum hjá eldri nemendum var bent á aukið félagsstarf í frímínútum og var brugðist við og boðið upp á frjálsa hreyfingu í íþróttahúsinu í frímínútum 3x í viku í umsjón kennara og skólaliða og hefur það mælst vel fyrir.

Nú standa yfir starfsmannasamtöl þar sem gengi, líðan og ekki síst áform starfsmanna eru rædd. Stjórnendur huga að skipulagningu næsta skólaárs.

Kynfræðsla fer nú fram í unglingadeild í formi þemaviku og er starfið m.a. afrakstur þróunarverkefnis vetrarins undir stjórn Indíönu kynfræðings með styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla.

Nefndin þakkar kynninguna. Ánægjulegt að sjá niðurstöður frá skólaþingi og viðbrögð skólans við þáttum sem komu athugasemdir um.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra
Búið er að opna nýjan kjarna, Jötunheima, og eru þar 20 nemendur. Aðlögun á milli kjarna gekk vel og eins aðlögun nýrra nemenda. Var tekið á móti 22 nýjum nemendum og fjölskyldum þeirra.

Fjölskyldukaffi var haldið í tilefni bónda- og konudags sem gekk vel.

Starfsfólk beggja leikskólanna í Hveragerði komu í heimsókn og var gaman að taka samtalið og spegla sig með öðrum í starfinu.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans
Framhald á umræðu um opnunartíma leikskólans og mögulegar breytingar. Gögn frá leikskólastjóra lögð fram til kynningar.
Nefndin þakkar kynningu leikskólastjóra á nýtingu á vistunartíma barna. Gögn verða send foreldraráði til kynningar og er óskað eftir umsögn frá þeim fyrir næsta nefndarfund. Málinu frestað.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
4. 2403046 - Skóladagatal 2024-2025
Drög að skóladagatali 2024 - 2025 lagt fram til kynningar og samþykktar.
Nefndin þakkar kynningu á nýju skóladagatali fyrir 2024-2025. Nefndin leggur áherslu á að stjórnendur í leik- og grunnskóla reyni að samræma sem flesta starfsdaga. Formaður bar skóladagatalið upp til samþykktar og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Mál til kynningar
5. 2403047 - Foreldrahandbók frístundaheimilis grunnskólans
Fyrstu drög að foreldrahandbók frístundar lögð fram til kynningar. Stefnt er að kynningu hennar á meðal foreldra barna í Frístund 3. apríl nk. Horft er til þess að vinna markvist eftir handbókinni frá hausti 2024.
Nefndin fagnar góðum drögum og skipulagi á frístundastarfinu og þakkar kynninguna.
6. 2403045 - Foreldrakönnun leikskóla 2024
Samræmd foreldrakönnun leikskóla er framkvæmd í febrúar ár hvert á vegum Skólapúlsins. Leikskólastjóri kynnti niðurstöður fyrir Leikskólann Bergheima.

Foreldrakönnunin kom vel út í ár og er starfsfólk þakklátt fyrir það traust og þann stuðning sem foreldrar sýna starfinu. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu skólans.

Nefndin þakkar kynninguna og fagnar góðum niðurstöðum.
7. 2402077 - Bókargjöf til barna f. 2018-2020
Menntamálastofnun hefur gefið út bókina Orð eru ævintýri í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands. Markar þessi útgáfa þáttaskil í útgáfu Menntamálastofnunar þar sem þetta er fyrsta námsefnið sem stofnunin gefur út fyrir leikskólastigið.

Orð eru ævintýri er litrík myndaorðabók sem inniheldur yfir 1000 íslensk og algeng orð þar sem myndir leika stórt hlutverk. Efnið er vel til þess fallið að spjalla við nemendur sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslensku um orð daglegs lífs. Efla þar með orðaforða þeirra og virkja ímyndunarafl. Leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum eru aftast í bókinni.

Bókin hefur verið afhent í Leikskólanum Bergheimum.

Nefndin fagnar framtaki Menntamálastofnunar og þakkar fyrir gjöfina sem á vonandi eftir að efla málþroska barnanna og hvetja foreldra til samtals við börnin sín.
8. 2309019 - Frístundastyrkir
Bókun íþrótta og tómstundanefndar frá 6. mars yfir nýtingu frístundastyrkja árið 2023, lögð fram til kynningar.
Frístundastyrkurinn hækkaði nú um þessi áramót úr kr. 48.000,- í kr. 52.000,- sem er u.þ.b 9% hækkun milli ára. Árið 2023 er annað árið sem styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 0 - 18 ára en hafði áður gilt fyrir börn á aldrinum 6 - 18 ára. Ánægjulegt er að sjá hve mikil aukning er á nýtingunni hjá yngstu aldurshópunum milli ára og greinilegt að foreldrar eru og félögin eru að taka við sér með framboð á hreyfingu fyrir þau allra yngstu.

Mjög góð nýting er hjá börnum á grunnskólaaldri og einnig er aukning í elstu aldurshópunum, þó að hann mætti vera betri.

Nú um áramótin var gerð breyting á reglum um nýtingu frístundastyrks á þann veg að einstaklingar á aldrinum 15 - 18 ára mega nýta styrkinn til kaupa á korti í ræktina og verður forvitnilegt að skoða það í lok árs hvernig tekist hefur til.

Nefndin þakkar kynninguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?