Auglýsing um skipulag

Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar í bæjarstjórn Ölfuss þann 21. mars sl. Tillögurnar hafðu áður verið samþykktar til auglýsingar í skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss.

 

Stóragerði - breyting á aðalskipulagi - Skipulagslýsing

Breytingin nær til hluta íbúðarbyggðar Stóragerði (ÍB18) þar sem fyrirhugað er fjölga íbúðum úr 4 í 5 að ósk landeiganda Stóragerði lóð 1 (212987) sem hyggst skipta lóð sinni í tvennt. Þar að auki verður gerð breyting á skilmálum svæðis sem heimilar möguleika á minniháttar atvinnustarfsemi, nú þegar er heimilt að stunda léttan iðnað innan svæðisins.

Stóragerði br. ASK - skipulagslýsing

 

Hellisheiðarvirkjun – 20. br. á DSK

Breytingin felur í sér hliðrun á hluta borsvæðis, skilgreind lóð og byggingarreitur fyrir nýja dælustöð ásamt breytingu á legu skiljuvatnslagnar.

20. breyting á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar

 

Hveradalir br. DSK – Lögn suður við þjóðveg

Breytingin felur í sér heimild til að leggja niðurrennslislögn að Gráuhnúkum, meðfram gamla þjóðveginum og þaðan að borholum nærri Lakahnúkum og borholum nærri Gígahnúk. Lögnin mun verða grafin í jörðu, um leið sem þegar hefur verið raskað og því eru umhverfisáhrif í lágmarki.

Hveradalir br. DSK – Lögn suður við þjóðveg

 

Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 16. maí 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 16. maí 2024.

 

 

Sigurður Steinar Ásgeirsson

Skrifstofu- og verkefnastjóri

Umhverfis- og framkvæmdasvið

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?