- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Við skólann er starfandi foreldrafélag. Tilgangur félagsins er að koma á lifandi sambandi milli skólans og heimila nemenda. Auk þess stuðlar félagið að framkvæmdum sem eru skólanum og nemendum hans til góðs en liggja e.t.v. í láginni vegna fjárskorts eða af öðrum ástæðum. Markmið félagsins er einnig að afla foreldrum/forráðamönnum nemenda betri þekkingar og skilnings á þeirri vinnu sem af nemendum er krafist innan skólans og hvernig árangri verði best náð. Til að ná þessum markmiðum er ætlunin m.a. að halda fræðslufundi um uppeldismál, aðstoða nemendur við félagsstörf og vera vettvangur umræðna um ýmsar þarfir skólans er snerta búnað innanhúss og utan.
Formaður: Ingibjörg Lilja Pálsdóttir
Varaformaður: Aníta Estíva Harðardóttir
Ritari: Andrea Sól Ingibergsdóttir
Gjaldkeri: Auður Rakel Georgsdóttir
Meðstjórnendur: Elísa Hukdal, Júlía Guðrún Björnsdóttir, Rebekka Gottskálksdóttir McGetrick, Svanhildur Ósk Guðmundsdóttir og Sóldís Dröfn Kristinsdóttir
Fulltrúi starfsmanna: Sigríður Ósk Jensdóttir
Til að hafa samband við foreldrafélagið er hægt að senda póst á ff.thollo@gmail.com
Bekkjartenglar skólaárið 2023-2024:
1. bekkur - Franskiska Guðrún Hoffmann, Íris Kristrún Kristmundsdóttir, Aðalheiður Anna Erlingsdóttir
2. bekkur - Hjördís Vigfúsdóttir, Jóhannes Magni Magneuson, Kristín Dís Guðlaugsdóttir
3. bekkur - Aníta Estíva Harðardóttir, Sandra Björk Ketilsdóttir
4. bekkur - Hrönn Guðfinnsdóttir, Berglind Friðriksdóttir
5. bekkur - Ingibjörg Lilja Pálsdóttir, Auður Rakel Georgsdóttir
6. bekkur - Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir, Svanlaug Ósk Ágústsdóttir
7. bekkur - Arna Þórdís Árnadóttir, Unnur Edda Björnsdóttir
8. bekkur - Nicole Bernardina Boerman, Garðar Geirfinnsson
9. bekkur - Magnþóra Kristjánsdóttir, Róbert Páll Chiglinsky
10. bekkur - Ólína Þorleifsdóttir, Nicole Bernardina Boerman
Lög foreldrafélags Grunnskólans í Þorlákshöfn
1. grein
Félagið heitir Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn
2. grein
Markmið félagsins
a) Að koma á lifandi sambandi milli skólans og heimili nemenda. b) Að stuðla að framkvæmd ýmissa þeirra mála í þágu skólans og nemenda hans, sem liggja í láginni vegna takmarkaðrar fjárhagsgetu skólans eða af öðrum orsökum. c) Að afla foreldrum og forráðamönnum nemenda betri þekkingar og skilnings á þeirri vinnu sem af nemendum er krafist innan skólans og hvernig árangri verði sem best náð.
3. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná meðal annars:
a) Með því að halda minnst einn fund auk aðalfundar þar sem fjallað verði um ýmis uppeldismál og félagsleg efni, valin í samráði við skólayfirvöld, er snerta börn, heimili og skóla. b) Að veita aðstoð í starfi skólans og vegna félagsstarfs og skemmtana í þágu nemenda. c) Að stuðla að menningarlífi innan skólans, svo sem tónlist, myndlist og bókmennum eða sérhverju öðru sem að gagni má koma fyrir skólastarfið og ekki telst til þeirra málefna sem skólayfirvöld eru sérstaklega sett yfir. d) Að vera vettvangur umræðna um ýmsar þarfir skólans er snerta húsnæði og búnað utan dyra sem innan og halda þannig vakandi fræðslunefnd og fjárveitingarvaldi gagnvart því sem betur má fara.
4. grein
Félagar geta orðið:
Allir foreldrar, forráðamenn, kennarar og starfsmenn Grunnskólans í Þorlákshöfn. Hvert heimili greiðir eitt félagsgjald.
5. grein
Stjórn félagsins skal skipa 5 foreldrum/forráðamönnum. Stjórnin skal kjörin til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn annað árið og þrír hitt árið. Stjórnin skiptir með sér verkum, þ.e. stjórnin skal skipuð formanni, gjaldkera, ritara og tveim meðstjórnendum og tengilið frá kennurum skólans. Stjórnin skal koma á fót tenglum sem séu skipaðir fulltrúum foreldra nemenda allra bekkjardeilda skólans og sé það tengliliður milli bekkjardeilda og stjórnarinnar. Þá sér stjórnin um að skipa í ýmsar nefndir til að framkvæma einstök verkefni og skulu þær vera í nánu samstarfi við formann og gjaldkera stjórnarinnar. Æskilegt er að skólastjóri mæti á nokkra fundi en þar hefur hann fullt málfrelsi og tillögurétt.
6. grein
Aðalfund skal halda um svipað leyti og kennsla hefst ár hvert og skal hann boðaður með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Skýrsla stjórnar. b) Gjaldkeri geri grein fyrir fjárhagsafkomu félagsins á liðnu ári og leggi fram endurskoðaða reikninga. c) Lagabreytingar. d) Kosning skv. 5. grein. e) Skipað í nefndir fyrir komandi skólaár. f) Kosning tveggja endurskoðenda. g) Önnur mál. Aukaaðalfund má halda ef stjórn félagsins ákveður það eða helmingur félagsmanna æskir þess og skal þá boðaður með minnst viku fyrirvara.
7. grein
Skylt er að boða til félagsfundar í Foreldrafélagi Grunnskólans í Þorlákshöfn ef a.m.k. 15 félagsmenn óska þess skriflega.
8. grein
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Öðlast þau gildi ef 2/3 fundargesta samþykkir.
9. grein
Foreldrafélagið má aðeins leysa upp ef 2/3 félagsmanna greiðir því atkvæði á aðalfundi. Eignir félagsins skulu þá renna til Grunnskólans í Þorlákshöfn.