- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans. Lykilhæfni tengist öllum námssviðum. Menntagildi lykilhæfni felst meðal annars í því að þroska sjálfsvitund og samskiptahæfni nemenda og búa þá undir virka þátttöku í lýðræðissamfélagi og getu til að nýta sér styrkleika sína til áframhaldandi náms og starfsþróunar þegar þar að kemur.
Hæfni til tjáningar, gagnrýninnar hugsunar, hæfni til samstarfs við aðra, sjálfsþekkingar, ábyrgðar og sjálfstæðis, frumkvæðis og skapandi hugsunar eru meðal þeirra þátta sem leggja grunn að heildstæðri almennri menntun alla ævi.
Fyrir foreldrasamtöl í upphafi vorannar eru nemendur beðnir um að líta i eigin barm og meta hjá sér þessa lykilhæfniþætti í skólastarfinu. Auk þess meta kennarar sömu þætti hjá hverjum nemanda og í foreldrasamtölunum eru niðurstöður bornar saman og þær ræddar. Matskvarðar í lykilhæfni eru sambærilegir þeim er notaðir eru við hefðbundið námsmat.
Lykilhæfnin er skilgreind og sett fram með eftirfarandi hætti á hverju aldursstigi: