- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Stoðþjónusta
Mikill þroskamunur getur verið á nemendum innan hvers árgangs og einnig verulegur munur á einstökum þroskaþáttum hvers nemanda. Leitast er við að styrkja sjálfsmynd nemandans með því að leggja áherslu á sterkar hliðar hans en jafnframt að efla veikar hliðar á jákvæðan hátt. Markmið sérkennslunnar er ávallt að koma til móts við mismunandi þroska og þarfir nemenda með kennslu við hæfi hvers og eins.
Sérkennsla er fyrir nemendur sem þurfa stuðning eða sérstök úrræði í lengri eða skemmri tíma yfir veturinn. Sérkennslan er til að mæta þörfum einstaklinga þannig að markmið grunnskólalaga nái fram að ganga fyrir alla nemendur. Umsjónarkennarar skila mati á sérkennsluþörf nemenda sinna til sérkennara stoðþjónustu/skólastjóra fyrir lok skólaárs. Ef kennarar/forráðamenn hafa áhyggjur af gengi barns er sjálfsagt að athuga hjá sérkennara stoðþjónustu hvaða úrræði eru í boði.
Sérkennslu og stoðkennslu og stuðningi við nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn er ýmist sinnt í litlum hópi í námsverum/sérkennslustofum eða að stuðningsfulltrúi/kennari kemur inn í kennslustund til aðstoðar við kennara.
Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir þá sem víkja marktækt frá jafnöldrum í námi. Að gerð einstaklingsnámskráa koma alla jafna umsjónarkennari, sérkennari eða annað starfsfólk stoðþjónustu. Umsjónarkennari ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir nemendur sína.
Þeir starfsmenn skólans sem koma einkum að stoðþjónustu skólans eru eru sérkennari, þroskaþjálfar, námsráðgjafi og stuðningsfulltrúar.