Mat á skólastarfi

Samkvæmt grunnskólalögum er það hvers skóla að velja þær aðferðir sem notaðar eru við innra mat en matið þarf að lúta að eftirfarandi viðmiðum sem sett eru fram í aðalnámskrá. Innra mat þarf að vera kerfisbundið, markmiðsbundið, samstarfsmiðað, samofið öllu skólastarfi, byggt á traustum gögnum, greinandi og umbótamiðað.

Innra mat er ferli sem sífellt er endurtekið. Helstu skrefin í ferlinu eru:

  1. Skipulagning matsins.
  2. Gagnaöflun samkvæmt áætlunum.
  3. Greining gagna, mat lagt á niðurstöður.
  4. Niðurstöður teknar saman í stutta greinargerð.
  5. Umbótaáætlun gerð og framkvæmd, umbótum fylgt eftir og þær metnar.

Ferlið er sett upp í hring til að sýna að matið er viðvarandi verkefni, því lýkur í raun aldrei þó að eins konar uppgjör með niðurstöðum og umbótaáætlun verði til árlega.

 

Sjálfsmatsskýrsla 

Í skýrslu um sjálfsmat Grunnskólans í Þorlákshöfn er greint frá innra mati skólans þar sem tekið er mið af niðurstöðum sem liggja fyrir um innra starf og stefnu skólans. 

Sjálfsmatsskýrsla 2021-2022

Sjálfsmatsskýrsla 2020-2021

Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020

Sjálfsmatsskýrsla 2018-2019

Sjálfsmatsskýrsla 2017 - 2018

Sjálfsmatsskýrsla 2016 - 2017

Skólapúlsinn

Foreldrakönnun 2022-2023

Nemendakönnun 2.-5. bekkja 2022-2023

Nemendakönnun 6.-10. bekk 2022-2023

Nemendakönnun 1.-5. bekkja 2021-2022

Nemendakönnun 6.-10. bekkja 2021-2022

Nemendakönnun 1.-5. bekkja 2020-2021

Nemendakönnun 6.-10. bekkja 2020-2021

Foreldrakönnun  2020-2021

Ytra mat MMS

Ytra mat á starfi Grunnskólans í Þorlákshöfn fór fram í nóvember 2018. Matið unnu matsmenn á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Matið er fyrst og fremst til að styðja við og auka gæði náms og stuðla að umbótum. Tilgangur matsins er einnig að afla upplýsinga um skólastarf, árangur þess og þróun fyrir fræðsluyfirvöld, starfsfólk skóla, foreldra og nemendur. 

Skýrsla vegna ytra mats Menntamálastofnunar 2018

Umbótaáætlun í kjölfar ytra mats 2019