- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar/forráðamenn
- Stoðþjónusta
- Myndir
- Matseðill
- Gagnlegt efni
Markmið forvarnarstefnu Grunnskólans í Þorlákshöfn er að veita yfirsýn yfir forvarnir sem fara fram í skólanum með skipulögðum hætti. Hlutverk skólans er að veita öllum nemendum forvarnarfræðslu. Einkunnarorð skólans Vinátta – Virðing – Velgengni eru lýsandi fyrir innra starf skólans og á það einnig við um forvarnarfræðsluna. Með því að skipta forvörnum upp eftir árgöngum setur skólinn ákveðna ábyrgð á kennarana.
Kennarar vita þá hvaða forvörnum þeir þurfa að sinna áður en nemendur þeirra ljúka tilteknu skólaári. Með þessu vill skólinn koma góðu skipulagi á forvarnarstarfið. Á öllum skólastigum á að vinna gegn einelti með skipulögðum hætti. Einnig er ætlunin að leggja áherslu á nýja uppeldisstefnu skólans UPPELDI TIL ÁBYRGÐAR en innleiðing hennar hófst í nóvember 2018. Áherslur annarra forvarna breytast ár frá ári miðað við aldur og þroska nemenda.
Áætlun varðandi forvarnir í hverjum bekk má finna með því að smella á: Forvarnaráætlun
Forvarnarteymið skólaárið 2022-2023 skipa:
Anna Kristín Gunnarsdóttir sérkennari, Helga Helgadóttir kennari, Garðar Geirfinnsson deildarstjóri náms og kennslu, Hildur Þóra Friðriksdóttir félagsþjónustu Ölfus, Guðný Sigurðardóttir skólahjúkrunarfræðingur, Ragnar Matthíasson forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn, Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur, Jónína Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri og Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri.
Fundagerðir forvarnateymis: