Sérfræðiþjónusta

Sérfræðingar og sérkennsla í leikskólanum Bergheimum.

Talmeinafræðingur er  Signý Einarsdóttir,  hún kemur í leikskólann á tveggja vikna fresti og sér um greiningu og ráðgjöf vegna málörvunar barnanna.

Sveitarfélagið er aðili að Skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings sem hefur á að skipa Hrafnhildi Karlsdóttur leikskólaráðgjafa og Kolbrúnu Sigþórsdóttur skólaráðgjafa, Hugrúnu Vignisdóttur sálfræðingi og Berglindi Friðriksdóttur sálfræðingi, frekari upplýsignar er að finna á vef þjónustunnar http://www.arnesthing.is

Sérkennsla í Bergheimum er í höndum og undir stjórn Ástu Pálmadóttur sérkennslustjóra, milliganga og umsóknir eftir sérfræðiþjónustu fara um sérkennslustjóra. Foreldrar þurfa að undirrita leyfi þess efnis að barnið fari í sérstakt mat hjá sérfræðingi og leikskólinn gerir að skilyrði að geta krafist þess að barnið fari í sjónpróf og heyrnarmælingu ef um sérkennslu verður að ræða. Júlíana Ármannsdóttir, menntunar- og uppeldisfræðingur  starfar einnig við sérkennslu í Bergheimum.

Þau börn sem óskað er eftir að fái sérfæði þurfa að koma með vottorð frá sérfræðingi um  fæðuóþol, ofnæmi eða önnur þau veikindi sem krefjast sérfæðis. Að öðrum kosti er ekki hægt að verða við beiðni um sérfæði.

Samstarf er við heilsugæslu um þroskapróf á yngri börnunum en hjúkrunarfræðingur kemur og fer yfir niðurstöður með sérkennslustjóra og leikskólastjóra hjá þeim börnum sem foreldrar gefa leyfi fyrir.