Umhverfisnefnd

Umhverfisnefnd

Umhverfisnefndarfundur 11. nóvember 2016

Mætt: Margrét Björg, Fríða, Lidija, Ásta Jens og Sjöfn sem ritaði fundargerð

 

Börnin flokkuðu úr döllunum.

Ræddum tillögur um umhverfissáttmálann.

Ákveðið að hafa sáttmálann svona:

„ Okkur þykir vænt um jörðina og okkur sjálf „

Gátlistar eru enn í umferð og verður farið yfir þá á næsta fundi í desember.

Sáttmáli prentaður út og farið með á allar deildir.

 

 

 Umhverfisnefndarfundur  9.september 2016

Mætt: Svala, Sjöfn, Ásta J, Lidija, Margrét Björg og Fríða.

Nadía Klara, Berglind Arna, Kristín, Embla Guðlaug og Þorsteinn Ævar flokkuðu úr döllunum.

Svala er búin með sitt tímabil í umhverfisnefnd og tekur Margrét Björg við af henni sem formaður.

Sjöfn tekur við af Fríðu sem ritari. Lidija er ný í nefnd.

Ákveðið að láta gátlistann fyrir ný markmið ganga á milli deilda þannig að allar deildir verða búnar að fara yfir listann og skila niðurstöðum fyrir jól.

Gátlistinn fer svo aftur af stað í febrúar og eiga niðurstöður að vera komnar í maí.

Nefndin útbjó svarlista sem fer með gátlistanum svo hægt sé að skrá niðurstöður.

Goðheimar byrja með listann og eiga að skila honum 23 sept.

Tröllaheimar 23 sept – 7 okt.

Hulduheimar 7 okt-21 okt.

Dvergaheimar 21 okt- 4 nóv

Álfaheimar 4 nóv-18 nóv.

Gera nýjan umhverfissáttmála á næsta fundi .

Umhverfisnefndarfundur 10.júní  2016

Mætt: Svala – Fríða – Sjöfn – Berglind (foreldri)

            Katla – Andrea Ösp – Jökull Hrafn.

 

# Gátlisti er tilbúinn og fer inn á allar deildar. Listarnir eru vegna úrgangs og lýðheilsu.

   Listin fer plastaður inn á deildar og við (nefndin) skráum svo niðurstöður frá hverri deild og söfnum saman upplýsingum og þær verða svo sendar til landverndar.

   Til að spara pappír og plast þá verður bara eitt eintak í umferð og gengur á milli deilda.

 

fundi slitið kl.11.00

Umhverfisnefndarfundur 8.apríl 2016

 

  • Mætt: Svala – Ásta J – Sjöfn – Fríða

Jökull Hrafn – Andrea Ösp – Katla – Þuríður og Embla Guðlaug kom sem gestur.

  • Við flokkuðum úr döllunum og börnin fóru svo á rugldag.
  • Rabbi kom á fundin og ræddi við okkur um lýðheilsumarkmiðið, við óskuðum eftir meira grænmeti sem meðlæti, minna af unninni matvöru og að fá ávexti eða grænmeti oftar með síðdegiskaffinu.
  • Einnig vilja þau í eldhúsinu fá að vita ef eitthvað hittir í mark hjá börnunum
  • Nota vestin í hvert sinn sem farið er út fyrir leikskólalóðina – hugmynd um að hafa vesti á snaga hvers barns.
  • Jan 2017 þá ætlum við að meta hvernig markmiðin ganga, Okkur vantar ennþá gátlista til að fara eftir.

 

Fundi slitið kl. 11.05

 

Umhverfisnefndarfundur 11. mars 2016

  • Mætt : Svala – Fríða – Sjöfn – Ásta J.

Þuríður – Andrea Ösp – Jökull Hrafn

  • Börnin flokkuðu ú döllunum og fóru svo á rugldag.
  • Við kláruðum að gera markmiðssetninguna (sendi hana með í viðhengi).
  • Við ætlum að reyna að fá orðið á næsta starfsmannafundi til að ræða um markmiðin.
  • Fundi slitið kl. 11.10.

Markmið 2016

  1. Hreyfing og öryggi
  • Förum einu sinni í viku í íþróttir í íþróttahúsið.
  • Markvissar gönguferðir og grenndarkennsla.
  • Útivera að lágmarki einu sinni á dag.
  • Dans einu sinni í viku.

Ábyrgir aðilar: Starfsmenn á deildum.

Efni og áhöld : Öryggisvesti í gönguferðum og gönguband á yngri deildum.

Tónlist.

Spjaldtölvur.

Tímarammi: Allt árið.

Mat:

 

  1. Hollari matur og tannheilsa.
  • Vera í samvinnu við eldhús um hollari fæðu.
  • Fá meira grænmeti með hádegismat.
  • Minni unnin matvara.
  • Fjölbreyttari ávexti.
  • Bæta ávöxtum í kaffitíma.
  • Samvinna milli leikskóla og Petu tannlæknis. Peta kemur í heimsókn í tannverndarviku og ræðir við börnin. Börnin fengu tannbursta og tannkrem. Peta hefur komið til okkar undanfarin ár og rætt um tannheilsu.
  • Nota samverur og hópastarf til að ræða um tannheilsu a.m.k einu sinni í mánuði.

Ábyrgir aðilar: Starfsfólk á deildum og starfsfólk eldhús.

Efni og áhöld : Allt sem þarf til matargerðar.

Erum með myndrænt á veggjum frá tannvernd.

Sagan um Karíus og Baktus.

Myndir til að lita.

Tímarammi: Allt árið.

Mat:

 

  1. Lífsleikni og geðrækt.
  • Lesa sögur um vináttu, tilfinningar og kærleik.
  • Samræður um vináttu, líðan, tilfinningar og kærleik.
  • Vera góð hvort við annað.
  • Lesa um líkamann.
  • Læra góða siði.
  • Skapa góðar sjálfsmyndir.
  • Efla sjálfstraust og félagstengsl.

 

Fyrir börnin:

  • Þorrablót – Þar sem pöbbum og öfum er boðið í mat.
  • Konudagur – Þar sem mömmum og ömmum er boðið í vöfflur.
  • Vorhátíð – Þar sem allir eru velkomnir.
  • Leikfimissýning á vorin.
  • Jólasýning.
  • Jólaball – Þar sem foreldrar eru velkomnir.
  • Hjóla og grilldagur – Þar sem börnin koma með hjólin sín og hjálm. Grillaðar pylsur í boðið og lögreglan kíkir í heimsókn.
  • Félag eldri borgara kemur reglulega og les fyrir börnin.
  • Tónlistarskólinn kemur reglulega – Þar sem börn í tónlistarskólanum spila fyrir okkur á hljóðfærin sem þau eru að læra á.
  • Göngutúr í hesthúsin á vorin – Þar sem skoðuð eru lömbin og hin ýmsu dýr sem leynast þar.
  • Berjamó.
  • Uppákomur í grunnskólanum.
  • Dagmömmur koma með litlu krílin í söngstund 1 sinni í mánuði.
  • Farið á bókasafnið.

 

Fyrir starfsfólk:

  • Kaffisæla 8 sinnum yfir vetrarmánuðina – þar sem ákveðnir hópar koma með gott á kaffiborðið.
  • Vor grill þar sem mökum er boðið með.
  • Jólaglögg – þar sem einhver úr starfshópnum bíður heim.
  • Vinavika 1 sinni yfir árið.
  • Óvissuferðir eftir haustþing og starfsdaga.
  • Prjónakaffi.
  • Allir fá afmæliskórónur á afmælisdaginn sinn.
  • Fyrirlestrar á starfsmannafundum til að efla fólk í starfi og auka starfsanda.

 

Ábyrgir aðilar: Allt starfsfólk leikskólans.

Efni og áhöld: Bækur og efni um vináttu, tilfinningar, einkastaði.

Internetið.

Góðar fyrirmyndir.

Tímarammi: Allt árið.

Mat:

 

 

Umhverfisnefndarfundur 12.feb. 2016

 

Mættar: Svala – Fríða – Sjöfn – Ásta J.

Katla – Þuríður – Andrea Ösp.

 

Börnin flokkuðu úr döllunum og fóru svo á rugldag.

 

Við unnum í markmiðssetningu – settum hana í flakkarann og allir geta skoðað J

 

Markmiðin eru: 1: Hreyfing og öryggi.

2: Hollari matur og tannheilsa.

3: Lífsleikni og geðrækt.

 

Fundi slitið 11.10

 

 

 

8 jan 2016

Umhverfisnefndarfundur  8.janúar 2016

Mætt: Fríða – Sjöfn – Ásta J – Svala

Katla – Andrea Ösp – Jökull Hrafn

Berglind

Katrín frá landvernd

*Börnin flokkuðu úr döllunum og fóru svo á rugldag

*Katrín kom með ráðleggingar um að gera aðgerðaráætlun fyrir hvert markmið sem við settum okkur

*Viljum við fá almenna kynningu um grænfána?

*Katrín kom með hugmynd um að bæta við markmiðum t.d. lýðheilsa og samgöngur

*Næsti fundur – gera aðgerðaráætlun

Fundi slitið 11.10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Landshluitafundur Á grænni grein 2015 

Frá landshlutafundi,Skólar á grænni grein, í nóvember sl.

 

11.Des 2015 kl.10.00

 

Mættar: Svala, Sjöfn, Þuríður, Andrea.

 

# Börnin flokkuðu úr döllunum og fóru svo á rugldag.

 

# Löguðum plaggið okkar lýðheilsa.

 

# Settum allt inn á flakkarann.

 

Fundi slitið kl. 10.55

 

 

 

 

Umhverfisnefndrafundur í Bergheimum

kl.10.00, 13.nóv. 2015

 

 

 

Mætt : Ásta J. – Sjöfn – Svala – Fríða sem ritaði fundargerð.

Andrea Ösp – Jökull Hrafn – Katla – Þuríður

 

Við byrjuðum á því að flokka úr döllunum sem komu frá deildunum, eftir það fóru börnin á rugldag.

 

Við útbjuggum sýnishorn af því sem við erum búin að vera að gera. Svala mun svo sýna það á landshlutafundi skóla á grænni grein þann 18. nóv. Við ætlum að sýna hvernig við virkjum börnin í að flokka rusl.

 

Fundi slitið kl 11.10

Umhverfisnefndarfundur 10. apríl 2015

Mættar: Svala, Sandra, Ingibjörg og Helena

Nemendur: Flóki og Aldís Fjóla

 

  • Byrjað var á því að flokka úr boxunum. Gaman að sjá hvað börnin eru orðin flink í að flokka.
  • Láta fleiri taka þátt í flokkun úr boxunum og hafa það í daglegu starfi. T.d. er hægt að taka hóp jafnvel á tveggja vikna fresti (eða eftir þörfum) á hverri deild.
  • Moltufata á deildum, leyfa börnunum að taka meiri þátt með batnandi veðri. Nota t.d. útiveruna eftir hádegi.

Þetta er liður í að auka fræðslu á deildum, fá börnin meira með okkur í lið.

  • Þvottarstykkin verða ekki minnkuð, halda þessari stærð sem er.
  • Erum að fá grænfánann núna í maí og þurfum því að taka fyrir nýtt markmið. Erum allar sammála um að taka fyrir lýðheilsu næst. Ætlum að leggja þetta fyrir á starfsmannafundi.

 

 

Ritari: Helena Jóhannsdóttir

 

Fundur umhverfisnefndar 13 mars 2015 úttekt vegna Grænfána á vegnum Landverndar

Mættar voru Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd, Svala Ósk  Sævarsdóttir formaður, Álfaheimum, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Tröllaheimum, Helena Jóhansdóttir Huldheimum, Sandra Björk Bjarnadóttir Dvergaheimum og G. Ásgerður Eiríksdóttir leikskólastjóri og Helena Helgadóttir fyrri formaður.

Efni fundarin var úttekt vegna umsóknar um Grænfána.

Katrín óskaði eftir að fundarmenn færi yfir sögu leikskólans í þessu ferli og segðu frá því sem gert hefur verið. Svo vildi hún fá að hitta einn barnahóp og fara einn hring um leikskólann.

Ásgerður fór yfir í grófum dráttum hvernig það kom til að við fórum af stað og því að Svala núverandi formaður hefði átt frumkvæði og verið aðal hvatinn í að koma okkur af stað. Strax var skipað í nefnd sem var skipuð af tveimur foreldrum, einu barni af hverri deild og áhugasömu starfsfólki.

Leikskólinn var komin vel af stað þegar það var formlega ákveðið að fara þessa leið en setti sér frummarkmið að flokka, draga úr og endurnýta rusl. Þá voru öll sápuefni endurskoðuð og auk þess var hætt að nota pappírsþurrkur og börnin nota þvottastykki. Þá var ruslfötum fækkað úr 12 í 7 og flokkunarstöðvar settar upp á ganginum og í kaffistofu starfsfólks auk jarðgerðartunnu úti. Þá hefur verið dregið úr pappírsnotkun og endurnýting er á öllum pappír t.d. eru allir morgunverðarkassar klipptir niður og endurnýttir. Á öllum deildum er verið að rækta allskonar og einnig er gróðurkassi úti í lóð. Krakkarnir fara með þegar hent er í moltutunnu og þau eru ákaflega varkár ef eitthvað rangt fer í tunnuna.

Katrín spurði um lýðræði og tengsl við samfélagið. Lýðræðið birtist í nefndarstörfum þ.e. allir nemendur, foreldar og kennarar hafa umsagnarétt og tillögur allra eru fullgildar. Þá vildi Katrín sjá umhverfissáttmálan og að hann væri meira sýnilegur en á deildum.

Umhverfissáttmáli Bergheima

Göngum vel um náttúruna og umhverfið, bæði úti og inni

Flokkum og endurnýtum það sem við getum

Nota minna-passa allt

 

Tengsl eru við áhaldhús en þeir taka hjá okkur pappír, plast og ál sem þeir svo nýta að einhverju leiti á sínum vinnustað t.d. áldósir eru nýttar undir skrúfur auk þess sem gestum og gangandi er boðið að taka pappakassa. Nemendur og kennarar tína upp rusl í nágrenni við leikskólann og safna flöskum sem þau koma í verð og nota afraksturinn til þess að kaupa sér ís. Þá hefur leikskólinn haldið sýningar t.d vegna Dags leikskólans og þar voru verk  unnin úr endurnýttu efni en það láðist að kynna það.

Katrín benti á mælanleika í verkefnum og það gæti verið skemmtilegt að taka það næst einnig kynnti hún að það væri átak í gangi vegna matarsóunar.

Svala og Katrín fórum og skoðuðu aðstæður og enduðuð á að hitta nokkra nemendur. Katrín ræddi við leikskólanemendurna Jökul Hrafn, Viktoría Bríet, Andrea Ösp, Grunnar Ægi og Jöru Björgu.

Svala og Katrín ákváðu að horfa til 7.maí og miða við að leikskólinn fái fyrsta grænfánann þann dag.

 

Umhverfisnefndarfundur 13. mars 2015

 

Mættar: Helena J., Svala, Sandra, Ingibjörg og Una

Börn: Aldís Fjóla

  • Byrjuðum á því að flokka úr döllunum og að því loknu fór Aldís Fjóla á rugldag.
  • Ræddum að taka munnþurrkur meira inn í stað svampa þar sem sá lager fer að verða búinn. Athuga samt með að minnka stykkin um helming fyrir munnþurrkur.

-Skoða jafnvel hvað aðrir leikskólar eru að gera.

-Hafa jafnvel blautar þurrkur í boxi fyrir hádegismatinn sérstaklega á yngri deildum.

 

  • Taupokar eru alls staðar í notkun, fer kannski að vanta fleiri poka, sérstaklega þegar það er mikið blautt úti.
  • Erum sammála um að við séum í góðum málum með það sem við lögðum upp með í fyrsta áfanga í grænfánanum og rúmlega það.
  • Matjurtargarður? Hvenær á að setja niður í hann?

 

Fundur umhverfisnefndar kl.10.00  12.desember  2014

Mætt: Svala Sævarsdóttir , Ragnheiður María Hannesdóttir, Garðar Geirfinnsson  og Helena Jóhannsdóttir, Helena Helgadóttir, Ásgerður Eiríksdóttir, Jakob  Hrafn Þórisson, Emilía Máney Guðbergsdóttir, Hulda Kristín Björnsdóttir og Aldís Fjóla Sigfúsdóttir.

 

Síðasta fundargerð lesin

Það er ekki hægt að notast  umhverfisvæn efni þegar  upp kemur njálgur eða þess háttar

Það er verið að vinna í að minka þvottastykkin

Greinagerð verði unnin 18 des.nk.

Engin íblöndunarefni í moltugerð. Blöð, servéttur og laufblöð eru best.

Spurning um að kaupa maispoka í ruslafötur og Rabbi fær það verkefni að kaupa í næstu bónusferð

Kjósa formann og ritar í stað Helenu Helga og Ragnheiður verður ritari og Svala verður formaður.

Einn úr eldhúsinu kemur framvegis á fundina.

 

Helena Helgadóttir ritaði fundargerð fleira ekki gert og fundi slitið kl.10.56

 

Fundur umhverfisnefndar 14.nóvember 2014

Mætt: Svala Sævarsdóttir, Ragnheiður María Hannesdóttir, Margét Björg Jónsdóttir nemi og Helena Helgadóttir.

Nefndin skoðaði hvort blautþurrkur væru umhverfisvænar og einnig klósettþurrkur og fundust ekki merki um það. Von er um að þar sem leikskóinn er merktur umhverfisvænn hjá Rekstarvörum að þetta sé í lagi.

Viðbætur leikskólastjóra: Blautþurrkur fyrir börn eru umhverfisvænar og ofnæmisprófaðar en handspritt og blautþurrkur á WC vegna njálgs eru það ekki  og  eru eingöngu notaðar við þrif vegna njálgs. 

Mikilvægt er að minnka þvottastykkin

Minna á frímerkja söfnunina

Ekki búið að vinna meira í greinagerð, fara í það á næstu dögum.

Bæta flokkunarkerfi í kaffistofunni þurfum að virkja starfsfólk til vitundar um flokkunina og þess sem við erum að gera

Setja inn á linkinn á heimasíðunni

Fjóra minni fötur á kaffistofu

Minna stafsfólk að fá sér poka fyrir plast

Helena Helgadóttir ritaði fundargerð fleira ekki gert og fundi slitið kl.11.