Á fyrri hluta árs 2009 hóf Sveitarfélagið Ölfus formlegan undirbúning að mótun almennrar stefnu um skólahald í sveitarfélaginu, stefnu og markmið sem eiga að vera leiðarljós í skólastarfinu. Sú stefna var fullmótuð vorið 2010 og átti að koma til endurskoðunar fjórum árum síðar.
Þessi útgáfa var samþykkt af fræðslunefnd og bæjarráði á vormánuðum 2014. Skólastefnan skal næst endurskoðuð fyrir lok kjörtímabilsins 2018.