Á þriðjudaginn fórum við að skoða nýfæddu lömbin en það voru bæði Kaisa og Rannveig sem tóku á móti okkur. Fyrst fórum við til Kaisu en þar fengum við líka að sjá kanínur og skoðuðum hestana þar við hliðina. Síðan fórum við yfir til Rannveigar þar sem við fengum að klappa lömbunum aðeins.