Á miðvikudaginn fórum við á Dvergaheimum í stutta gönguferð á heilsustígnum við leikskólann. Gönguferðin gekk mjög vel og ákveðið var að fara í berjamó en mikið er af krækiberjum í móanum okkar hér alls staðar í kring. Börnin voru alsæl með berin og voru sérstaklega dugleg að fóta sig í móanum og hrauninu.