Í apríl eiga þrjú börn á Ásheimum afmæli. Þau Gunnar Erlingur, Snædís Jóhanna og Frosti Hrafn eru orðin tveggja ára. Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar.
Í apríl áttu þrjár stelpur hjá okkur á Álfaheimum afmæli, þær Fanndís Lilja (3ja ára), Þórdís Ragna (4ra ára) og Nadia Sif (4ra ára). Við óskum þeim til hamingju með afmælin sín.
Í morgun fórum við í gönguferð í skrúðgarðinn. Þegar við komum í skrúðgarðinn fengu allir að hlaupa aðeins um og prófa að rúlla sér niður brekku. Eftir það tíndum við rusl sem við fundum í umhverfinu og settum í poka.
Á sumardaginn fyrsta þann 25. april sl. afhenti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Dagnýju leikskólastjóra umhverfisverðlaun Ölfuss við hátíðlega athöfn í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum í Ölfusi.
Leikskólinn Bergheimar fær umhverfisverðlaun Ölfus 2019. Verðlaunin eru veitt fy…
Við héldum upp á það í síðustu viku að Kim og Ásta hafa unnið í Bergheimum í 20 ár. Í tilefni af því fengu þær báðar áletraðar styttur og starfsfólkið fagnaði með þeim að loknum starfsmannafundi með kaffiveitingum. Til hamingju með þennan áfanga :)
Skólahópur fór í dósahúsið í dag og tóku þau með sér flöskur og dósir sem þau hafa verið að tína í þorpinu okkar í vetur. Við töldum hvað við vorum með mikið af flöskum og dósum og fengum við peninga fyrir. Fyrir peninginn ætlum við svo að kaupa ís í sumar.
Skólahópur fór í heimsókn til björgunarsveitarinnar Mannbjargar og fékk að skoða þar aðstöðuna og tækjabúnaðinn. Vakti þetta mikla lukku hjá öllum og þökkum við þeim bræðrum Sigga og Steina fyrir að taka á móti okkur.