Í gær fórum við eftir hádegi í tónlistarskólann þar sem trommukennsla var í gangi. Fengum við að heyra þrjá drengi spila fyrir okkur en það voru þeir Kjartan Ægir, Ísar Máni og Karl Óskar. Börnunum fannst mjög spennandi að heyra þá spila en jafnframt mikill hávaði.