Á föstudaginn síðasta fórum við út og tókum upp kartöflurnar sem við settum niður í vor. Flestir tóku þátt þó sumir vildu ekki koma við moldina eða kartöflurnar. Uppskeran var ágæt og var hún soðin með kjötfarsinu í dag, mánudag. Börnunum var sagt frá því að þetta væru kartöflurnar sem þau höfðu tekið upp og vakti það mikla lukku og voru án efa bestu kartöflur sem þau höfðu smakkað.