Í dag fórum við í göngutúr á bókasafnið og skiluðum bókum sem við fengum að láni í síðasta mánuði. Einnig nýttum við tækifærið og skoðuðum myndlistasýninguna "Gallerí undir stiganum". Á leiðinni til baka upp í leikskóla fengu allir kínaprjón í hendi og bönkuðu með honum í ýmislegt til að heyra hvernig hljóð kæmu/hvort það kæmu hljóð og hvort þau væru öll eins. Öll skemmtu sér vel og gaman var að sjá hvað þau höfðu mikinn áhuga á þessu :)