Í dag fórum við í gönguferð í skrúðgarðinn og þar í kring. Við tókum ferðabingó með en á því voru ýmsir hlutir í kringum okkur sem börnin áttu að finna í gönguferðinni. Þegar við komum til baka var Brynja, mamma hans Jökuls, komin með krabba til að sýna okkur. Við fengum að taka hann inn og skoða hann betur. Þetta fannst börnunum mjög spennandi.