Í gær fórum við til Þuríðar og Ármanns og fengum að skoða hjá þeim hænurnar. Ármann tók á móti okkur og opnaði hjá hænunum og komu þær flestar hlaupandi út. Börnin fengu svo að gefa þeim brauð að borða. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leyfa okkur að koma í heimsókn.