Í gær hófst samstarf okkar við 1. bekk í grunnskólanum. Börnunum var skipt í tvo hópa og fór annar hópurinn í göngu með hóp úr 1. bekk. Í þessari ferð voru börnin pöruð saman, grunnskólabarn og leikskólabarn saman og áttu þau að skrá á blað þau form sem þau sáu í umhverfinu. Hinn hópurinn var inni á deild í leik með restinni af 1. bekk. Í næstu viku skipta svo hóparnir.