Í dag fengum við fræðslu frá umferðarskólanum "Ungir vegfarendur" sem er á vegum samgöngustofu. Þar var farið yfir helstu öryggisatriði sem börn eiga að hafa á hreinu eins og hjálmanotkun og notkun bílbelta. Í lokin fengu börnin að horfa á skemmtilega mynd um umferðafræðslu.