Á þriðjudaginn kom hún Ragnheiður Lúðvíksdóttir iðjuþjálfi í heimsókn til okkar. Börnunum var skipt upp í þrjá hópa og fékk einn hópur í einu leiðsögn frá henni. Hún fór yfir með börnunum hvernig á að halda rétt á skriffæri og hvernig á að klippa. Börnin fengu blöð sem þau lituðu á og klipptu svo. Í vetur ætlum við að vinna með það að þau haldi rétt á skriffærum og öðlist færni í að klippa.