Í dag var öskudagurinn haldinn hátíðlegur hjá okkur hér á Goðheimum þar sem allir mættu í búningum. Þar sem veðrið var frekar leiðinlegt fórum við ekkert í leikskólann heldur heldum við ball hér á deildinni í staðinn. Þegar við vorum búin að dansa svolítið inn á deild tókum við þátt í skrúðgöngu um grunnskólann sem endaði inn í sal þar sem allir dönsuðu nokkra dansa saman. Í hvíldinni var svo horft á myndina Aulinn ég og allir fengu popp með.