Útskrift

Nemendur og kennarar Goðheima fóru ásamt Dagnýju leikskólastjóra og Elsu aðstoðarleikskólastjóra og gerðu sér glaðan dag á veitingarhúsinu "Hendur í höfn". Þar fengu börnin afhent útskriftarskjal og penna merkt leikskólanum. Síðan fengu allir hamborgara og franskar í hádegismat og var súkkulaðikaka í eftirrétt.