Síðustu daga höfum við tekið eftir því að það er mikið af rusli hér og þar sem hefur fokið í vetur. Einn vindasaman dag í mars fórum við í ferð út í Nes og tókum eina fötu með okkur til að setja í rusl. Töldum við að ein fata væri nóg, en við fylltum hana fljótt, enda nóg af allskona rusli út um allt. Börnin voru ákaflega áhugasöm og dugleg að hlaupa eftir ruslinu sem fauk á undan þeim og skiptust þau á að halda á fötunni. Það er greinilegt að við þurfum að fara í reglulegar ferðir á næstunni til að tína meira og hvetjum við alla, stóra og smáa að taka til hendinni og tína líka.