Fuglafóðrið var tilbúið og þá þurftum við að finna hentugan stað fyrir það. Í ljós kom að fóðurkögglarnir voru nokkuð lausir í sér og því erfitt að hengja upp í tré, þá tókum við þá ákvörðun að raða þeim upp á þak á dótaskúrnum. Þar af leiðandi gátu börnin fylgst vel með þegar fuglarnir kæmu að smakka á matnum. Það liðu nokkrir dagar án þess að nokkur fugl kæmi, svo einn dag þegar börnin voru að koma tilbaka frá íþróttahúsinu gengum við að stórum hóp af störrum sem voru að gleypa matinn í sig. Börnin fylgdust hugfangin með þeim að gæða sér á matnum sem þau höfðu búið til handa þeim.