í gær fórum við í gönguferð til Þuríðar og Ármanns að skoða hænurnar þeirra. Börnin fengu að gefa hænunum korn og saltstangir. Sumum fannst þó betra að tilla sér og smakka sjálf á saltstöngunum. Þuríður sýndi okkur líka egg sem hænurnar voru búnar að verpa. Það er alltaf gaman að koma til Þuríðar og Ármanns og fá að skoða hænurnar og fallega garðinn þeirra sem er skreyttur með allskonar handverki. Við þökkum Þuríði og Ármanni fyrir ávallt góðar mótttökur.