Það var mikil gleði og gaman á öskudeginum. Börn og kennarar mættu í búningum og fóru á öskudagsball í salnum sem var allur skreyttur blöðrum, ljósum og skemmtilegri tónlist. Allir dönsuðu saman og skemmtu sér mjög vel. Eftir ballið var eldhúsið búið bera fram girnilegar pitsur handa öllum.