Þriðjudaginn 18. febrúar fór börnin í Píluhóp þau Eivör Ólöf, Kolfinna Lára, Una Dís og Henrik Jökull í móaferð. Börnin voru mjög hjálpsöm hvert við annað að klæða í endurskinsvestin. Farið var í móann í kringum leikskólann og fannst börnunum heldur mikið af rusli þar og ákváðu að tína saman eitthvað af því og flokka það. Einnig ákváðu þau að deildin ætti að fara að safna dósum og flöskum í næstu gönguferðum og safna sér fyrir ísferð í sumar.