Við lögðum af stað í góðu veðri og öll börnin spennt yfir því sem framundan var. Gönguferðin gekk glimrandi vel og gleymdu börnin sér við að skoða umhverfið og spjalla um það sem fyrir augum bar. Við byrjuðum á að kíkja á kindurnar hjá Rannveigu og hún sýndi börnunum eitt lamb sem allir fengu að klappa, þó voru sumir sem fylgdust með í öruggri fjarlægð. Svo fórum við að næsta húsi og þar voru nokkrir hestar, eins og áður vildu nokkur börn fara inn og klappa en öðrum þótti betra að vera úti.
Allir fengu banana áður en við lögðum aftur af stað tilbaka í leikskólann, það er gott að fá smá orku fyrir svona langa ferð. En það þarf nú að hrósa börnunum fyrir það hvað þau voru kröftug og dugleg að ganga og flestir voru komnir á hlaup síðasta spölinn - vel gert.