Í gær fóru eldri börnin á Hulduheimum í fjöruferð. Farið var af stað um 10 leitið og vorum við komin til baka í leikskólann um hálf 3. Við tókum með samlokur, mjólkurkex, safa og vatn til að borða í hádeginu. Einnig var tekið með alls konar sandkassadót svo sem skóflur og fötur. Börnin léku sér við að smíða sandkastala, vaða í sjóinn og renna sér í sandhólum. Dagurinn var mjög ánægjulegur og skemmtu börn og starfsfólk sér einstaklega vel.