Í dag komu þau Guðgeir, Amelía, Rúnar Gauti og Þorbergur Gunnar, nemendur úr 6.bekk í heimsókn til okkar og lásu þau tvær bækur fyrir börnin. Það voru bækurnar Þrír litlir grísir og Kári litli og klósettskrímslið. Börnunum á Hulduheimum fannst gaman að fá þau í heimsókn og nutu þess að hlusta á sögurnar.
Við þökkum kærlega fyrir þessa heimsókn.