Leikskólinn fær reglulega heimsóknir frá Félagi eldriborgara og í gær komu þau Ásta Júlía og Jón og heimsóttu Hulduheima. Ásta Júlía las fyrir börnin nýja bók um Múmínsnáðann. Jón gerði svo æfingar með börnunum og fór í leiki. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.