Hulduheimar fóru ásamt Tröllaheimum og börnum fæddum árið 2015 af Álfaheimum, í heimsókn í tónlistaskólann. Þar tók Stefán á móti börnunum og fræddi þau um sögu trommunnar. Hann sýndi þeim mismunandi trommur og spilaði á þær. Börnin skemmtu sér konunglega og voru mjög áhugasöm um þetta hljóðfæri. Við þökkum Stefáni kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.