Í dag kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti leikskólanum grænfána fyrir verkefnið lýðheilsu. Undir lýðheilsu fellur okkar frábæra starf varðandi hreyfingu, útiveru, hollt mataræði og vellíðan. Við gátum ekki verið heppnari með veður og börnin voru kát með að fá heitt kakó og piparkökur í útiveru.