Í morgun fóru börnin sem eru fædd 2013 af Hulduheimum og Tröllaheimum út í grunnskóla og sóttu nemendur 1.bekkjar ásamt kennurum. Við fórum svo öll saman út í skrúðgarð og skiptum okkur í fjóra hópa og fórum í leiki á fjórum stöðum. Ingibjörg og Gyða voru með stórfiskaleik, Ewa var með Hlaupa í skarðið. Sandra og Rannveig voru með þrautakóng og Hrönn með 1,2,3,4,5 dimma limm. Hóparnir rúlluð svo á milli kennara og fóru í alla leikina. Börnin fengu svo smá frjálsan tíma í skrúðgarðinum til að leika sér saman í lokin. Þetta var mjög skemmtilegt og var gaman að sjá hvað allir voru duglegir að taka þátt.
Við ætlum svo að halda áfram að hittast og gera eitthvað úti alla þriðjudaga í september milli klukkan 10:20-11:30, ef veður leyfir.