Í dag fengum við heimsókn frá Tónlistarskóla Árnesinga. Það voru þær Magnea Marlin, Hulda Vaka og Tara Dís ásamt Siggu Kjartans kennara þeirra. Þær spiluðu nokkur lög á þverflautur og einnig eitt lag á flöskur sem var búið að setja vatn í svo mismunandi tónar komu úr þeim. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.