Við fórum út í söngstund í dag þar sem við vorum búin að fá hringingu frá Björgunarsveitinni Mannbjörgu um að þeir hefðu tekið upp í bílinn sinn bangsann Blæ á leiðinni frá Keflavík. Blær var að koma aftur til okkar eftir sumarfí. Blær var í Danmörku í sumar og hafði það mjög notalegt í hitanum. Hann flaug svo til okkar í morgun og ætlaði að labba til Þorlákshafnar en fékk þá far með björgunarsveitarbílnum. Mikil gleði braust út meðal barnanna þegar Blær birtist eftir langt sumarfrí og ekki var verra að hann kæmi með bíl sem var með blá blikkandi ljós og með sírenum.