Við fórum í leik sem heitir Flýtur/sekkur í útiveru um daginn. Leikurinn er þannig að kennari var búinn að finna fullt af dóti eins og kubb, stein, laufblað, hring og sand. Við fundum svo poll og áttu börnin að giska hvort hluturinn myndi fljóta eða sökkva. Börnin fóru svo og fundu sjálf hluti sem þau vildu prófa. Þetta var mjög fræðandi leikur og voru þau alveg komin með það hvað myndi fljóta og hvað sökkva.