Börnunum á Tröllaheimum var skipt upp í 4 hópa og fóru þau með Helenu Helgadóttur út í matjurtagarð og settu niður gulrótarfræ nú í apríl. Börnin sýndu þessu mikinn áhuga og nutu þau sín vel í svona litlum hópum. Þegar það fer að hlýna meira setjum við svo niður meira grænmeti sem síðan verður tekið upp í haust.