Um miðjan maí fórum við í hesthúsin að skoða lömb, kindur og hesta. Tommi sýndi okkur lömb og kindur og Daníela hesta. Við vorum svo heppin að Kolla var í hesthúsinu sínu og sýndi hún okkur hestana sína og hunda. Síðan léku krakkarnir sér á róluleiksvæðinu þarna rétt hjá og fengum við okkur nesti þar.