Á morgun, 16. september, er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni kom 6. bekkur í heimsókn til okkar og las fyrir börnin. Til okkar komu þau Tara Dís, Dana Rakel, Þóra, Bergur Ómar og Víðir Snær en öll eiga þau systkini á deildinni nema Víðir Snær. Eftir lesturinn var leikið og spilað og voru börnin sammála um að þetta hafi verið mjög skemmtileg stund.