Það var spenna í loftinu og mikil eftirvænting fyrir fyrsta íþróttatímanum í dag. Við byrjuðum í upphitun og hlupum frjálst um salinn og svo skiptust börnin í fjóra hópa og fóru á milli mismunandi stöðva. Nokkur börn voru að fara í sinn fyrsta íþróttatíma og stóðu sig allir með mikilli prýði.