Í sumar var hópur 1 í grenndarkennslu og fóru meðal annars að skoða minnisvarðann eftir Egil Thorarensen (eplið), útsýnisskífuna á útsýnispallinum og sjónarrönd við Ráðhúsið. Einnig fóru þau í pöddu og ormaskoðun og tóku með sér stækkunargler til að sjá það betur. Einnig var farið út með eggjabakka með myndum á af ýmsu í náttúrunni sem þau áttu að finna og setja í bakkann. Í maí fóru krakkarnir fæddir 2014 í heimsókn á 9-una. Þetta var skemmtilegur og fróðlegur tími.