Þriðjudaginn 21.maí fórum við í lambaferð upp í hesthús. Þar tók Tómas Gíslason, afi Þórdísar Rögnu, á móti okkur og sýndi okkur lömbin sem hann er að hugsa um. Þar fengu börnin að klappa lömbum og gefa einu lambinu að drekka, það var rosalega spennandi.
Næst tók Dagný leikskólastjóri á móti okkur og sýndi okkur hesta. Þau börn sem vildi fengu að klappa hestunum.
Svo tók Rannveig Júlíusdóttir á móti okkur og sýndi okkur lömbin sín og fengu þau börn sem vildu að klappa lömbunum.
Að lokum borðuðum við ávexti úti áður en við fórum aftur upp í leikskóla. Þetta var skemmtileg ferð og við nutum þess að vera saman úti í góða veðrinu.